sunnudagur, september 30, 2007

Er haustið tíminn?

Er ekki haustið einmitt tíminn! Þarf nokkuð að bíða eftir jólum og áramótum til strengja heit? Ég er alla vega til í sníðugt verkefni núna. Ég verð kannski alveg púuð niður ef ég sting upp á því að fara aftur í algjört kaupbann, en við eigum fullt af góðum hugmyndum sem við eigum eftir að prófa. Ég á enn krukkuna góðu með smátökum sem væri gaman að pófa.
Ég er líka alveg til í aitthvað annað, kannski leshóp um ákveðið málefni? Hvað segið þið hin?
Rúna Björg

sunnudagur, september 23, 2007

Jólagjafir

Já það er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Til að við neyðumst ekki til að hlaupa niður á Laugarveg á Þorláksmessu og kaupa ýmislegt ónauðsynlegt dót í jólagjöf er ágætt að fara að huga að þeim. Fara að prjóna úr öllu garninu sem til er, bródera í handklæðin sem við keyptum fyrir löngu og ætluðum alltaf að bródera í, setja klukkuna saman sem var alltaf á dagskránni, klára barnapeysuna sem var hálfkláruð og gefið annari frænku en upphaflega stóð til o.s.frv. o.s.frv.
Kíkið í skápana!
kv. Helen

þriðjudagur, september 18, 2007

Munið bíllausa daginn!

Hm .. Væri ég til í að vera bíllaus? Senilega ekki alveg, en umferðin pirrar mig meir og meir, sérstaklega þegar ég keyri. Umferðarteppa er víst ekki til á Íslandi, enda allir bílar á ferð.

En hvernig væri einn dagur án allra einkabíla. Það væri ég til í að upplifa. Næsta laugardag (22. sept) er hinn árlegi bíllausi dagur. Hér getið þið lesið meira um hann:

http://adbusters.org/blogs/World_Carfree_Day_2007.html

Á þessari slóð eru líka linkar inn á fleiri spennandi bíllausar slóðir.

Hlakka til laugardagsins - hugsið ykkur ef allir tækju þátt!

Rúna Björg